Hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla (og hjól ef við á) eru nú nokkrar á landinu, fyrir almenning nær eingöngu á suðvesturhorninu ásamt Borgarnesi.

Merkingar á þeim eiga að fara eftir staðlinum á þessari wiki-síðu: Charging station.

Athugið að samhliða OpenStreetMap merkingum er einnig verið að safna saman þessum stöðvum á OpenChargeMap.org þar sem reynt er að samræma alla þá gagnagrunna sem til eru um hleðslustöðvar um heim allan og þar sem leyfin samræmast ekki alltaf Odbl-leyfi OpenStreetMap. Ef þú bætir við hleðslustöð á OpenStreetMap væri afar gott að bæta því líka við á OpenChargeMap.

Dæmi um hvernig hleðslustöðin við Lindir í Kópavogi er merkt:

Tag Gildi Skýring
amenity charging_station merking hleðslustöðva
operator Elko rekstraraðili hleðslustöðvar
socket:type2 1 Mennekes-tengi, eitt talsins
voltage 380 rafspenna

Aðrar tenglatýpur á Íslandi eru til dæmis Schuko, þá skal nota socket:schuko og svo fjölda tengla.