Aðgengi hjólastóla

WheelmapWheelmap.org er verkefni um aðgengi hjólastóla að verslunum, opinberum stöðum og fleira. Það notar OpenStreetMap sem gagnalag og allar breytingar sem notendur Wheelmap gera vistast í OpenStreetMap.

Staðir eru merktir með grænu, appelsínugulu eða rauðu ljósi. Grænt þýðir að aðgengi er gott, appelsínugult að aðgengi er mögulegt með einhverjum herkjum (erfiðir þröskuldar eða þarfnast einhverrar aðstoðar) og rautt er svo óaðgengilegt.

Hægt er að ná sér í ókeypis WheelMap forrit fyrir iOs og Android síma, þar getur notandi séð aðgengi staða sem og bætt við stöðum eða breytt núverandi aðgengiseinkunn.

Ná í forrit/app: