Hjólakort

OpenCycleMap er hjólakort sem byggir ofan á gögnum í OpenStreetMap. Bláar línur eru stígar þar sem hjólreiðar eru leyfðar (ýmist göngustígar eða sérstakir hjólastígar) en litaðar línur tákna sérmerktar hjólaleiðir þar sem hver og ein getur staðið saman af ýmsum hjóla- og göngustígum.

Til að betrumbæta hjólakortið þarf því að gera breytingarnar í OSM og þær flytjast svo sjálfkrafa yfir í OpenCycleMap (getur tekið nokkra daga að færast á milli).

Góðar vinnureglur eru eftirfarandi:

  • Göngustígar eru merktir sem Foot Path (highway=footway)
  • Göngustígar þar sem hjólastígur er málaður er merktur áfram sem highway=footway en einnig með bicycle=yes
  • Sérmerktir hjólastígar merkjast sem Cycle Path (highway=cycleway)

Til að búa til hjólaleiðir eru vensl (relation) búin til af tegundinni Cycle Route og í hana safnað saman þeim hjóla- og göngustígum og jafnvel götum sem henni tilheyra.